Verkefnið Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum. Allir vinnustaðir á vegum Reykjavíkurborgar geta skráð sig til þátttöku í verkefnið. Öllum er frjálst að nota efni af síðunni að vild. 

Forsíða

Fréttir af Grænum Skrefum

Námskeið: Græn skref og grænt bókhald 13. apríl

Mánudaginn 13. apríl verða haldin tvö stutt námskeið um Grænu skrefin og innleiðingu þeirra.

Námskeiðið Græn skref 1 verður haldið kl. 14:00 – 14:45. Farið verður yfir verkefnin í skrefi 1 og svigrúm gefið til fyrirspurna og umræðna.

Námskeiðið Grænt bókhald og Græn skref verður haldið kl. 15:00 – 16:00. Farið verður ítarlega yfir verkefnin í skrefi 2 og þá sérstaklega hvernig standa skal að Grænu bókhaldi í skrefi 2, 3 og 4. Gert er ráð fyrir tíma til fyrirspurna og umræðna.

Námskeið: vistvæn innkaup

Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 15 standa Græn skref fyrir námskeiði um vistvæn innkaup.

Eitt af verkefnunum í fyrsta skrefi Grænna skrefa er að hafa fræðslufund um vistvæn innkaup fyrir innkaupaaðila vinnustaðarins. Á þessu námskeiði verður farið yfir hvað felst í vistvænum innkaupum, hvaða reglur gilda hjá Reykjavíkurborg og hvar almennt er hægt að nálgast upplýsingar um vistvæn innkaup á vefnum. Leiðbeinendur verða Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar Reykjavíkurborgar og Hrönn Hrafnsdóttir verkefnastjóri Grænna skrefa.

Námskeið um innleiðingu Grænna skrefa

Mánudaginn 6. október verða haldin tvö stutt námskeið til að liðka fyrir innleiðingu Grænna skrefa á vinnustöðum Reykjavíkurborgar.

Námskeiðið Græn skref 1 verður haldið kl. 14:00 – 14:45. Farið verður yfir verkefnin í skrefi 1 og svigrúm gefið til fyrirspurna og umræðna.

Námskeiðið Græn skref 2, 3 og 4 verður haldið kl. 15:00 – 16:00. Farið verður ítarlega yfir verkefnin í skrefi 2 og þá sérstaklega hvernig standa skal að Grænu bókhaldi í skrefi 2, 3 og 4. Gert er ráð fyrir tíma til fyrirspurna og umræðna.

Skráðu þig á póstlistann