Skref 1
- Ljósritunarvélar og prentarar eru stillt þannig að tækin fara í viðbragðsstöðu (standby) þegar þau hafa ekki verið í notkun í 5 mín.
- Hver og einn starfsmaður setur tölvuna á "læsa" þegar hann fer heim. (Windows + L)
- Við veljum sparnaðarstillingu á uppþvotta- og þvottavélum og sjáum til þess að gangsetja einungis fullhlaðnar vélar.
- Við slökkvum á öllum ljósum í þeim rýmum sem eru ekki í notkun og öll ljós í lok dags. Sérstaklega er hugað að fundarherbergjum, geymslum og þar sem dagsbirtu nýtur við.
- Við höfum komið fyrir áminningarmiðum við rofa og valdar útgönguleiðir þar sem minnt er á að slökkva ljós í lok dags og á raftækjum þegar þau eru ekki í notkun.
- Merkingar eru við lyftur þar sem starfsmenn og gestir eru hvattir til að nota stiga í stað lyftu.
Skref 2
- Við endurnýjun ljósgjafa eru ávallt valdar perur / lýsing með bestu orkunýtni, s.s. LED.
- Við höfum fylgst með raforku- og hitanotkun á vinnustaðnum og sett okkur markmið um að draga úr henni eftir föngum.
- Við nýtum sólarljósið til hins ýtrasta til að draga úr notkun raflýsingar og kyndingar.
Skref 3
- Starfsfólk er hvatt til að draga fyrir glugga í köldum veðrum, sérstaklega að næturlagi.
- Við sendum gátlista í tölvupósti til allra starfsmanna fyrir stórhátíðir og í upphafi orlofstíma um hvernig hægt er að spara rafmagn og hita þegar gengið er frá fyrir frí.
- Við höfum skoðað nýtingu miðlægra prentara, tölvubúnaðar og annarra raftækja og höfum fækkað tækjum og samnýtt þau eins og kostur er.
- Við vöktum og skráum árlega raforku- og hitanotkun á vinnustaðnum í Grænt bókhald og setjum okkur áframhaldandi markmið um að draga úr notkuninni.
Skref 4
- Þar sem viðvera er lítil, svo sem á snyrtingum og í geymslum eru hreyfiskynjarar í stað rofa. Þar sem ekki er hægt að setja upp slíka hreyfiskynjara eru áminningarmiðar um að slökkva ljósin.