Flokkun og minni sóun

Skref 1

 • Búið er að vinna flokkunartöflu fyrir vinnustaðinn þar sem lýst er úrgangsflokkum starfseminnar, hvar ílát eru staðsett og hver er ábyrgur fyrir losun þeirra. Öll ílát eru merkt með viðkomandi úrgangsflokki og flokkunartaflan er sýnileg öllum á vinnustaðnum og starfsmenn eru vel upplýstir um flokkun og endurvinnslu.
 • Í helstu sameiginlegu rýmum þar sem úrgangur fellur til, s.s. prentrýmum, kaffistofum og fundaherbergjum, eru ílát fyrir flokkaðan úrgang til endurvinnslu.
 • Við flokkum gæðapappír (hvítan skrifstofupappír), dagblöð, tímarit og skilagjaldsumbúðir.
 • Við flokkum spilliefni eins og lög og reglur kveða á um, s.s. rafhlöður, prenthylki, málningarafganga, flúrperur og skilum til ábyrgrar förgunar.
 • Vinnustaðurinn beitir sér fyrir því að draga úr notkun plastpoka og notar margnota burðarpokar í staðinn fyrir einnota.
 • Við prentum báðum megin á blöð þegar það er mögulegt. Prentun á báðar hliðar og í svart-hvítu er sjálfgild stilling á tölvum starfsmanna.
 • Við endurnotum pappír sem prentað er á öðrum megin. Við prentara og ljósritunarvélar er ílát þar sem slíkum pappír er safnað saman og hann t.d. nýttur sem minnisblöð.
 • Við ljósritunarvélar og prentara eru merkingar sem minna starfsmenn á að prenta báðum megin.
 • Við notum margnota umslög fyrir innanhúspóst og hvetjum til notkunar þeirra í stað einnota umslaga.
 • Við útgáfu kynningarefnis og annars efnis bjóðum við ávallt upp á rafræna útgáfu sem lesendur geta valið í stað pappírsútgáfu.

Skref 2

 • Við flokkum að lágmarki í fjóra úrgangsflokka (málma, pappa, plast og skilagjaldsumbúðir) til endurvinnslu á kaffistofum, í mötuneytum og annars staðar þar sem umbúðaúrgangur fellur til.
 • Engin ílát eru undir blandaðan úrgang við skrifborð starfsmanna. Úrgangur sem fellur til er settur í ílát fyrir flokkaðan úrgang í sameiginlegum rýmum.
 • Skrifstofuvörum, sem hægt er að endurnota,  er skilað á sérmerktan stað sem starfsmenn þekkja og geta nálgast. Dæmi um slíkar vörur eru möppur, pennar og umslög.
 • Við endurnýtum umbúðir s.s. innkaupapoka, kassa og annað sem fellur til við innkaup og notkun á vörum.
 • Við höfum kynnt okkur eco-font stillingar til að lágmarka notkun á prentsvertu og hvetjum starfsfólk til að nýta sér þær.
 • Við höfum yfirfarið skjalvistun á vinnustaðnum og gert hana rafræna þar sem kostur er.
 • Við gerum kröfur til prentsmiðja um að prentverk sé umhverfisvottað.

Skref 3

 • Við skilum notuðum prenthylkjum til áfyllingar og notum endurnýtt áfyllt prenthylki og/eða umhverfisvottuð í prentara og ljósritunarvélar.
 • Í mötuneyti og á kaffistofum vinnustaðarins er lífrænn úrgangur flokkaður frá.
 • Til viðbótar við úrgangsflokkana fimm  (málma, pappa, plast, skilagjaldsumbúðir og lífrænan úrgang) flokkum við líka gler.
 • Ef ílát er fyrir blandaðan úrgang í fundarherbergjum og/eða opnum rýmum er líka boðið uppá flokkun úrgangs.
 • Óskað hefur verið eftir því við alla birgja að nota margnota flutningskassa, t.d. undir ávexti og aðra matvöru, í stað einnota pappakassa. Birgjar sækja tóma kassa við næstu vöruafhendingu.
 • Við sendum einungis út rafrænar hátíðarkveðjur og heillaóskir.
 • Við hvetjum starfsmenn okkar til að nota rafræna útgáfu og spara dreifingu t.d. með að prenta einungis kort í nafnspjaldastærð með netslóð á umrætt efni.

Skref 4

 • Ef það eru ruslaílát utanhúss við vinnustaðinn þá er einnig boðið upp á úrgangsflokkun.
 • Á snyrtingum eru blásarar eða handklæði til handþurrkunar, ekki einnota pappír.
 • Við biðjum hönnuði sem koma að útgáfu að tryggja lágmarksnotkun á bleki og pappír á prentun.