Viðburðir og fundir

Skref 1

 • Við bjóðum upp á kranavatn en ekki vatn í einnota drykkjarumbúðum.
 • Í auglýsingum og upplýsingagjöf um fundi eða viðburði á okkar vegum hvetjum við þátttakendur til að huga að lágmörkun umhverfisáhrifa, svo sem með vistvænum ferðamáta til og frá viðburðum.
 • Við notum ekki einnota drykkjarmál og borðbúnað, ef ekki er komist hjá því eru notaðar umhverfismerktar vörur (t.d. pappamál).
 • Á öllum viðburðum og fundum er úrgangsflokkun á staðnum, að lágmarki fyrir pappír og umbúðir með skilagjaldi.

Skref 2

 • Vinnustaðurinn kaupir ekki einnota drykkjarmál og borðbúnað, bent er á að hægt er leigja borðbúnað.
 • Við skilgreinum vel þau gögn og vörur sem dreift er til gesta á viðburðum á okkar vegum og tryggjum að slíkt sé einungis gert af nauðsyn.
 • Við notum vistvæna ferðamáta á viðburði og fundi og hvetjum þátttakendur til að nýta sér þá (t.d. hjól, samakstur og rútuferðir).
 • Á viðburðum og fundum forðumst við að bjóða upp á máltíðir pakkaðar inn í pappa, álpappír eða plast.
 • Á öllum viðburðum og fundum er úrgangsflokkun á staðnum, að lágmarki fyrir pappír, plast og  umbúðir með skilagjaldi.
 • Gestir hafa aðgang að ílátum undir flokkaðan úrgang á viðburðum á okkar vegum og á útisamkomum merkjum við ílátin með skiltum sem eru yfir höfðuhæð.

Skref 3

 • Til að koma í veg fyrir myndun úrgangs á fundum og viðburðum á okkar vegum notum við margnota ílát undir t.d. vatn, salt, sykur og mjólk og veljum vörur í stærri einingum.
 • Á öllum viðburðum og fundum er úrgangsflokkun á staðnum, að lágmarki fyrir pappír, plast, lífrænan úrgang og  umbúðir með skilagjaldi.
 • Við höfum aðgang að fjarfundarbúnaði og notum hann þegar mögulegt er.

Skref 4

 • Við takmörkum orkunotkun á viðburðum á okkar vegum s.s. með notkun á orkusparandi lýsingu.
 • Ef boðið er upp á veitingar á viðburðum okkar, bjóðum við að minnsta kosti tvenns konar lífrænt ræktaðar og/eða siðgæðisvottaðar (Fair Trade) vörur.  Upplýst er um hvaða vörur eru vottaðar.