Samgöngur

Skref 1

 • Það er hjólagrind fyrir utan vinnustaðinn.
 • Bílar á okkar vegum eru ekki á nagladekkjum nema brýna nauðsyn beri til.
 • Starfsfólk okkar á auðvelt með að nálgast strætómiða á vinnustaðnum vegna vinnutengdra ferða.
 • Upplýsingar um strætóleiðir til og frá vinnustaðnum eru starfsmönnum aðgengilegar.
 • Við höfum kynnt mismunandi ferðamáta fyrir starfsfólki okkar, t.d. með fræðslufundum, kynningarefni eða með öðrum hætti.
 • Starfsfólk fær ávallt kynningu á þeim samgöngukostum sem í boði eru þegar það hefur störf.
 • Vinnustaðurinn tekur þátt í átakinu Hjólað í vinnuna.

Skref 2

 • Starfsfólk okkar hefur aðgang að hjólum vegna styttri vinnutengdra ferða og persónulegra erinda.
 • 35% bílaflota vinnustaðarins uppfyllir skilgreiningar borgarinnar um visthæfi.
 • Við veitum snyrtiaðstöðu fyrir gangandi og hjólandi starfsfólk.
 • Starfsfólk okkar þekkir hvernig á að sækja um samgöngukort og hjólreiðasamninga.
 • Starfsfólk okkar sem notar bíl mikið vegna vinnu sinnar hefur farið á vistakstursnámskeið.
 • Við óskum ávallt eftir visthæfum bílaleigu- eða rekstrarleigubílum. http://reykjavik.is/thjonusta/visthaefir-bilar
 • Við óskum ávallt eftir visthæfum leigubílum.

Skref 3

 • Við höfum hvatt starfsfólk okkar til að nýta sér samakstur (car-pooling).
 • 75% bílaflota vinnustaðarins uppfyllir skilgreiningar borgarinnar um visthæfi.
 • Starfsmenn samnýta ferðir á fundi, til dæmis með vistvænum leigubíl.

Skref 4

 • 100 % af bílaflota vinnustaðarins uppfyllir skilgreiningar borgarinnar um visthæfi.
 • Gjaldskyld bílastæði við stofnunina eru ekki niðurgreidd fyrir starfsmenn.
 • Við vöktum árlega notkun á jarðefnaeldsneyti og setjum okkur áframhaldandi markmið um að draga úr notkuninni, og þ.a.l. losun koltvísýrings í andrúmsloftið.
 • Við höfum vakið athygli á vistvænum samgöngumátum við okkar viðskiptavini, skjólstæðinga, gesti og aðra sem tengjast okkar starfssemi.
 • Við bjóðum starfsfólki sveigjanlegan vinnutíma sé þess kostur, t.d. að mæta til vinnu utan háannatíma.