Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar
Verkefnið Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum.
Umhverfisstjórnunarkerfið Græn skref byggist á fjölmörgum aðgerðum í sjö flokkum sem hafa áhrif á umhverfið, og eru aðgerðirnar innleiddar í fjórum áföngum / skrefum.
Allir vinnustaðir Reykjavíkurborgar eiga að vera þátttakendur í Grænu skrefunum og markmiðið er að allar starfseiningar hafi skráð sig fyrir lok árs 2021 samkvæmt Græna planinu og Loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025.
Skráning er í gegnum þessa vefsíðu – smellið á takkann efst á síðunni. Þegar skráning er komin verða allar frekari leiðbeiningar sendar. Frekari spurningar og svör má finna hér.
Grænu skrefin skiptast í eftirfarandi þætti
Skráning
Hér getur þú skráð þinn vinnustað til þess að taka þátt í grænu skrefunum. Smelltu á hnappinn.
Starfseiningar borgarinnar
Hafa lokið skrefi 2
Skráðir þátttakendur
Hafa lokið skrefi 3
Hafa lokið skrefi 1
Hafa lokið skrefi 4
Orkumál
Hvað er hægt að gera til að draga úr umhverfisáhrifum raftækja og hvernig stuðla ég að orkusparnaði?
Endurvinnsla
Hvar finn ég úrgangsflokkunartöflu? Hvernig á að flokka og hvers vegna? Hvað verður um úrganginn?
Samgöngur
Hvað eru vistvænar samgöngur? Hvernig virkar hjólreiðasamningurinn? Hvernig kolefnisjafna ég flugferðir mínar?
Viðburðir
Hvernig er best að skipuleggja vistvænan viðburð? Hvað er best að gera til að minnka matarsóun og umbúðasóun?
Innkaup
Hvað eru vistvæn innkaup? Hvernig geri ég innkaupagreiningu? Hvað eru umhverfismerki og umbúðamerkingar?