Hvað getum við gert? – Ýmsar upplýsingar

SKREF 4 – Umhverfisverkefni umfram Grænu skrefin

Í skrefi fjögur er ein aðgerðin sú að vinna þarf að einu umhverfisverkefni umfram það sem Grænu skrefin gera skilyrði um. Margir hafa velt því fyrir sér hvað hægt sé að gera og vantar kannski hugmyndir. Ég setti saman nokkrar hugmyndir á eina glæru. Gjörið svo vel!     

PLÖNTUR SEM BÆTA INNILOFTIÐ

Smelltu á myndina til þess að lesa um hvað plöntur geta gert fyrir inniloftið og hvaða plöntur eru hentugastar á vinnustaðinn.

DAGLEG INNKAUP

Smelltu á myndina til að sjá hvernig þú getur orðið umhverfisvænni í þínum daglegu innkaupum.

VISTVÆNN LÍFSSTÍLL

Smelltu á myndina til að sjá hvað reynslan af Covid-19 hefur kennt okkur um vistvænan lífsstíl?

NÝTNIVIKAN – HUGMYNDIR FYRIR VINNUSTAÐI

Smelltu á myndina til þess að lesa skemmtilegar hugmyndir fyrir þinn vinnustað um það sem hægt er að gera í Nýtnivikunni í lok nóvember.

GRÆN SKREF Á AÐVENTU – STUTT FRÆÐSLUMYNDBÖND

Hér eru ýmsar hugmyndir að umhverfisvænni jólagjöfum, innpökkun og skreytingum. 

LOFTSLAGSKVÍÐI – HVERNIG VIÐ RÆÐUM VIÐ UNGLINGANA

Smelltu á myndina til að hlaða niður glærum með nokkrum punktum sem geta verið gagnlegir fyrir kennara, yfirmenn eða aðra sem þurfa að takast á við loftslagskvíða hjá börnum og unglingum eða á meðal starfsfólks. Hvetjandi staðhæfingar og sýnileiki árangurs er það sem skiptir máli. Textinn er unninn upp úr fyrirlestri hjá Kvíðameðferðastöðinni. 

FYRIRLESTUR – GRÆN SKREF Í DAGLEGU AMSTRI

Hvaða skref getum við tekið í okkar annasama lífi til að verða umhverfisvænni? Að vera umhverfisvænn getur verið býsna snúið. Það er meira en að segja það að vita allt um flokkun, kolefnisspor og hvernig maður getur minnkað matarsóun í eldhúsinu. Við erum alltaf að læra meira og hver einstaklingur getur haft heilmikil áhrif, jafnvel þó að það sé mikið að gera. Smelltu á myndina til að sjá glærurnar.     

ÖRPLAST – HELSTU STAÐREYNDIR

Smellið  á myndina  til að  stækka. Lesa má meira um plast og örplast á vef Landverndar, Umhverfisstofnunar og  Plastlauss  septembers.

Umhverfis- og skipulagssvið
Borgartúni 12
-14
Hafið samband