Eldhús og kaffistofur

Eldhús og kaffistofur

Skref 1

 • Á kaffistofum og í mötuneyti eru eingöngu notuð margnota borðbúnaður og eldhúsáhöld.
 • Vinnustaðurinn beitir sér fyrir því að draga úr notkun plastpoka og notar margnota burðarpoka í staðinn fyrir einnota.
 • Við beitum okkur fyrir því að draga úr matarsóun og höfum kallað eftir ábendingum frá starfsmönnum um hvað megi betur fara í baráttunni gegn matarsóun á vinnustaðnum.
 • Starfsfólk hefur verið hvatt til að kynna sér vefsíðuna matarsoun.is sem einn lið í baráttunni gegn matarsóun á vinnustaðnum.

Skref 2

 • Við notum umhverfisvottaðar sápur og hreinsiefni, hvort sem er í uppþvottavélina eða annað.
 • Við notum einungis umhverfisvottaðar pappírsþurrkur og servíettur þegar þeirra er þörf.
 • Við bjóðum ekki upp á sykur, salt, sultu og því um líkt í smáumbúðum.
 • Notaðir eru margnota burðarpokar í stað einnota við innkaup á smávöru. Allir vita hvar þeir eru geymdir og geymslustaðurinn er merktur með merkimiða.
 • Vinnustaðurinn hefur gert athugun á magni matarsóunar frá eldhúsi/mötuneyti í minnst 1 viku á árinu.
 • Við bjóðum eingöngu upp á lífrænt og/eða siðgæðisvottað kaffi og te. Á einnig við um kröfur okkar til aðkeyptrar kaffiþjónustu.

Skref 3

 • Í mötuneytum og kaffistofum starfsmanna bjóðum við upp á a.m.k. tvenns konar lífrænt ræktaðar og/eða siðgæðisvottaðar (Fair Trade) matvörur, s.s. kaffi, sykur, mjólkurvörur, hunang, te, ávexti og grænmeti. Starfsfólk er upplýst um hvaða vörur eru vottaðar.
 • Við höfum innleitt minnst eina aðgerð til að draga úr matarsóun (t.d. skráning í mat, hvatning til starfsmanna, fræðsla, minni skammta, breyta úrvali matvæla, leyfa fólki að taka afganga heim).
 • Í mötuneytum og kaffistofum eru upplýsingar til starfsmanna og gesta um að draga úr matarsóun (tilkynningar, áminningarlímmiðar, eða ísskápsseglar með upplýsingum).

Skref 4

 • Þar sem vinnustaðurinn býður upp á mat er einnig í boði að starfsfólk taki með sér afgangsmat heim í stað þess að honum sé fleygt.

Hér er dæmi um hvatningu til að draga úr matarsóun, sem fest hefur verið á ísskáp.

Umhverfis- og skipulagssvið
Borgartúni 12
-14
Hafið samband