Að vinna með Grænu skrefin

Hvernig á að vinna með Grænu skrefin?

Hér eru einfaldar leiðbeiningar og hvatning fyrir ykkur sem eruð að byrja að vinna með Grænu skrefin, á ykkar vinnustað. Kynnið ykkur fyrst markmið og tilgang Grænu skrefanna á þessari síðu.

  • Hugsið þetta eins og líkamsræktarþjálfun – að styrkja grunninn fyrst og byggja svo upp frá því. Að taka Grænu skrefin er auðvelt í byrjun og það er eitthvað sem flestir ráða auðveldlega við. Þegar allir eru orðnir mjög meðvitaðir um hvað stendur til og hvað á að gera þá er eftirleikurinn auðveldari.
  • Þessi heimasíða er ykkar líflína – hér eru allar upplýsingar sem ykkur vantar. Ef ykkur vantar frekari upplýsingar þá hafiði samband á graenskref@reykjavik.is
  • Athugið að aðgerðirnar eru hugsaðar til að henta smærri sem stærri vinnustöðum Reykjavíkurborgar og það geta verið aðgerðir sem ekki eiga við hjá öllum.
  • Gott er að útbúa plan um það hvernig þið hyggist innleiða Grænu skrefin og kannski gera grófa úttekt á vinnustaðnum með aðstoð gátlista hvers skrefs. Á hverju er best að byrja? Hvar sjáið þið helst vandamál? Hver gæti séð um ákveðnar aðgerðir, o.sv.frv.?
  • Látið allt starfsfólk vita hvað stendur til og til hvers er ætlast af öllum. Þetta er samvinna og þetta gengur alltaf best þegar allir eru með.
  • Útbúið hvatningarpósta til starfsmanna. Hvetjið alla til að vera með og haldið áfram að hvetja þegar líður á ferlið. Gott er að senda smá upplýsingar með hvatningarpóstunum, til dæmis um hvað þið eruð búin að gera, hvaða árangur hefur náðst eða hvað á eftir að gera og hvernig þið ætlið að tækla það.
  • Sniðugt væri að útbúa blað með góðum hugmyndum eða ráðum fyrir starfsfólk, kannski eitt ráð í mánuði, og hengja upp á áberandi stað. Hér á vefsíðunni má finna fjölmargar hugmyndir undir ítarefni, heilræði eða í skrefunum sjálfum.
  • Fylgist með á Facebook og Workplace síðum Grænna skrefa. Á Facebook eru nýir vinnustaðir boðnir velkomnir og þar er hvatning og almennar upplýsingar, á Workplace er hægt að leita ráða og fá innblástur frá öðrum.
  • Minna okkur stöðugt á það hvers vegna við erum að þessu. Minna okkur á að við erum að gera breytingar á rútínunni á vinnustaðnum og það er misauðvelt fyrir fólk, sumir eru fljótari en aðrir að aðlagast. Minna okkur á að þetta er langhlaup og breytingar til frambúðar – ekki bara átak í einn mánuð.

Umhverfis- og skipulagssvið
Borgartúni 12
-14
Hafið samband