Almennt um Grænt bókhald

Almennt um grænt bókhald

Grænt bókhald er leið til að kortleggja innkaup, neyslu, úrgangsmyndun og losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfsemi allra starfseininga Reykjavíkurborgar með því að safna upplýsingum um magn.

Það er mikilvægt að við áttum okkur á því hver umhverfisáhrifin af okkar starfsemi er. Teknar eru saman upplýsingar um hvernig innkaupum á margvíslegri rekstrarvöru og þjónustu er háttað, aðallega í formi tölulegra upplýsinga. Með markvissri færslu Græns bókhalds geta starfseiningar gert sér grein fyrir keyptu magni og eðli innkaupa á vöru eða orku og þannig sett sér mælanleg markmið um hagræðingu eða að draga úr notkun.

Um leið og við förum að halda utanum lykiltölur okkar stofnunar í Græna bókhaldinu þá verður okkur ljóst hvert umfangið er. Niðurstöður bókhaldsins sýna hvaða árangur hefur náðst og hjálpa til við að setja raunhæf markmið um betri árangur. Græna bókhaldið er aðhald við umhverfisstarf starfseininga og áhrifarík leið til að miðla árangri af aðgerðum.

Þetta er gott tæki til að hvetja starfsfólk áfram og ræða okkar umhverfisframmistöðu.

Græna bókhaldið tekur til þeirra þátta sem hafa hve mest umhverfisáhrif í daglegum rekstri:

  • Samgöngur
  • Úrgangur
  • Orkunotkun
  • Pappírsnotkun
  • Efnanotkun

Athugið að Umhverfisstofnun og Reykjavíkurborg eru ekki að nota sama bókhaldsskjal og starfseiningar Reykjavíkurborgar hafa ekki aðgang að gagnagátt Umhverfisstofnunar fyrir grænt bókhald. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar vinna með það skjal sem hér má hlaða niður og vista í sinni tölvu, en upprunalega kom þetta bókhaldsskjal frá Ríkisinnkaupum sem hóf verkefnið Vistvæn innkaup, eða vinn.is. Það skýrir ýmsar vísanir frá okkur í Umhverfisstofnun og náið samstarf okkar, eins og t.d. í kennslumyndböndunum í næsta flipa.

Umhverfis- og skipulagssvið
Borgartúni 12
-14
Hafið samband