Grænt bókhald – myndbönd

KYNNING Á VINNUSKJALINU

Hér er farið yfir kosti græns bókhalds og vinnuskjalið kynnt. Þetta vinnuskjal er eldri útgáfa og það hefur lítillega breyst en uppsetningin er sú sama og hugmyndin á bakvið það er kynnt.

AÐ SLÁ INN UPPLÝSINGAR

Hér er farið í grunninn á því hvaða upplýsingar er nauðsynlegt að hafa og í hvaða dálka þær eiga að fara.

FRÆÐSLUFYRIRLESTUR UMHVERFISSTOFNUNAR UM GRÆNT BÓKHALD

Þessi fræðslufyrirlestur á vegum Umhverfisstofnunar, frá árinu 2018, er ætlaður ríkisstofnunum og snýst um bókhaldsútgáfu númer 3 sem er ekki lengur í gildi. Þó er hægt að nýta sér eitthvað af þeim upplýsingum sem hér koma fram til þess að fá betri skilning og færni í að nota bókhaldsskjalið. Umfjöllun um bókhaldsskjalið byrjar á mínútu 13:00

MEIRA UM GRÆNA BÓKHALDIÐ

Þetta myndband sýnir almenna fræðslu Umhverfisstofnunar um Græn skref í ríkisrekstri. Á mínútu 39:00 byrjar áhugaverð umfjöllun um græna bókhaldið sem er fræðandi fyrir alla notendur græna bókhaldsins.

ENN MEIRI FRÆÐSLA

Eitt vídeo í viðbót frá Umhverfisstofnun, ef þið viljið sjá meira og eruð ekki búin að fá nóg. Svolítið eldra myndband og gæðin ekkert sérstök en er ekki meiri fræðsla betri en minni? Og örugglega eitthvað hægt að læra af þessu.

REYNSLUSAGA – RÍKISKAUP

Þetta erindi frá Ríkiskaupum er frá 2013 og glærurnar eru því miður ekki í góðum fókus. Það hefur líka margt breyst frá 2013 en samt er gott að heyra reynslusögur Hallgríms bókara (vantar eftirnafn), sem gefur okkur góð dæmi um það að margt smátt gerir eitt stórt og græna bókhaldið gerði þeim ljóst hvar væri hægt að gera betur og hvar var hægt að spara. Þau sáu að það var hægt að skera niður í bleknotkun og raforkunotkun til dæmis. Það er gaman að hlusta á Hallgrím, hann er svo einlægur í sinni frásögn.

Umhverfis- og skipulagssvið
Borgartúni 12
-14
Hafið samband