Grænt bókhald – myndbönd

KYNNING Á VINNUSKJALINU

Hér er farið yfir kosti græns bókhalds og vinnuskjalið kynnt. Þetta vinnuskjal er eldri útgáfa og það hefur lítillega breyst en uppsetningin er sú sama og hugmyndin á bakvið það er kynnt.

AÐ SLÁ INN UPPLÝSINGAR

Hér er farið í grunninn á því hvaða upplýsingar er nauðsynlegt að hafa og í hvaða dálka þær eiga að fara.

FRÆÐSLUFYRIRLESTUR UMHVERFISSTOFNUNAR UM GRÆNT BÓKHALD

Þessi fræðslufyrirlestur á vegum Umhverfisstofnunar, frá árinu 2018, er ætlaður ríkisstofnunum og snýst um bókhaldsútgáfu númer 3 sem er ekki lengur í gildi. Þó er hægt að nýta sér eitthvað af þeim upplýsingum sem hér koma fram til þess að fá betri skilning og færni í að nota bókhaldsskjalið. Umfjöllun um bókhaldsskjalið byrjar á mínútu 13:00

MEIRA UM GRÆNA BÓKHALDIÐ

Þetta myndband sýnir almenna fræðslu Umhverfisstofnunar um Græn skref í ríkisrekstri. Á mínútu 39:00 byrjar áhugaverð umfjöllun um græna bókhaldið sem er fræðandi fyrir alla notendur græna bókhaldsins.

Umhverfis- og skipulagssvið
Borgartúni 12
-14
Hafið samband