Innkaup_nánar

Stutt kynningarmyndband um vistvæn innkaup

Einfaldar leiðbeiningar fyrir vistvæn innkaup

Í ábyrgum innkaupum er er þess krafist að vörur sem keyptar eru séu framleiddar án þess að fólk eða umhverfi beri skaða af. Ábyrg innkaup Reykjavíkurborgar taka mið af mannréttinda- og umhverfissjónarmiðum. Þetta þýðir að skilyrði þeim tengdum eru sett í útboð og eftir þeim farið í innkaupum borgarinnar.

Innkaupastefna Reykjavíkur – Ábyrg innkaup

Innkaupareglur Reykjavíkur

11. grein í Innkaupareglum: “Kaupandi skal framkvæma innkaup á eins ábyrgan og umhverfisvænan hátt og unnt er hverju sinni. Meta skal möguleika þess að framkvæma fyrirhuguð innkaup í samræmi við gildandi stefnur Reykjavíkurborgar, eins og umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar, mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og aðrar stefnur einstakra sviða og skrifstofa Reykjavíkurborgar. Að jafnaði skal kaupandi skrá niðurstöður slíks mats og getur innkaupadeild, fyrir hönd innkauparáðs, óskað eftir að kaupandi sýni fram á að það hafi verið gert.”

Gátlisti fyrir ábyrg innkaup 

Gott er að starfsstaðir setji sér skriflegar reglur, t.d. verklagsreglur eða ferla um innkaup. Þá er ekki einungis gott að kynna þær fyrir starfsfólki heldur einnig birgjum eða viðkomandi sviði og þá sviðsstjóra. Samhliða verklagsreglum gæti starfsstaðurinn einnig sett sér markmið um að lágmarka umhverfisáhrif vegna innkaupa. Ef markmið eru sett í úrgangsmálum koma innkaup þar einnig við sögu.

Hvernig er best að gera þetta? – Sjá nánar hér.

Hvað þurfum við í raun?

Þurfum við örugglega að kaupa nýtt?

Hve lengi á varan að endast?

Getum við lengt líftíma þess sem fyrir er?

Er hægt að velja aðra lausn?

Sjá nánari skýringar hér.

Leiðbeiningar fyrir þarfagreiningu.

Umhverfisskilyrðihér er listi yfir umhverfisskilyrði fyrir útboðsgögn.

Gátlistihér er listi yfir það hvað ber að hafa í huga við val á umhverfisvænni vöru.

Bréf til birgjahér má sjá sniðmát að bréfi sem gagnlegt er að senda lykilbirgjum til að fá upplýsingar um vistvænar vörur og óska eftir samvinnu um vistvæn innkaup.

Hvers vegna vistvæn innkaup? – Því fleiri sem kaupa vistvæna þjónustu og vörur því ódýrari verða þær og úrvalið meira. Hjálpumst að við að skapa meiri eftirspurn eftir vistvænum vörum.

Umhverfis- og skipulagssvið
Borgartúni 12
-14
Hafið samband