Excel vinnuskjal með öllum skrefunum
Excel vinnuskjal fyrir teymi grænna skrefa á hverjum stað. Því er hlaðið niður og vistað í tölvu og síðan skilað inn (sent) þegar sótt er um úttekt. Excel skjalið inniheldur kynningu á Grænu skrefunum á forsíðu og svo er sér flipi fyrir hvert skref með allar aðgerðir listaðar upp og aukadálkum til að merkja hvenær lokið, ábyrgðaraðila og skýringu á öðrum aðgerðum ef Grænu skrefa aðgerðirnar eiga ekki við.
Gátlistar
Þessir gátlistar fyrir hvert skref sýna allar aðgerðir með skýringum og vísunum í önnur skjöl og vefsíður. Smellið á laufin til að opna nýja síðu.