Við endurnýjun ljósgjafa eru ávallt valdar perur / lýsing með bestu orkunýtni, s.s. LED.
Við minnum starfsfólk á að slökkva á raftækjum og fjöltengjum við þau raftæki sem eru í lítilli notkun til að spara orku.
Við nýtum sólarljósið til hins ýtrasta til að draga úr notkun raflýsingar og kyndingar.
Flokkun og minni sóun
Við flokkum í sex úrgangsflokka (málma, pappa og pappír, plast, gler, skilagjaldsumbúðir og lífrænn úrgangur) til endurvinnslu á kaffistofum, í mötuneytum og annars staðar þar sem umbúðaúrgangur fellur til. Rafhlöður eru flokkaðar sérstaklega.
Við flokkum í aðra flokka eftir þörfum, svo sem gæðapappír (hvítur skrifstofupappír), bylgjupappa, spilliefni o.sv.frv.
Engin ílát eru undir almennt rusl við vinnuaðstöðu starfsfólks. Úrgangur sem fellur til er settur í tilheyrandi flokkunartunnur í sameiginlegum rýmum.
Útbúinn hefur verið sérmerktur staður sem starfsmenn þekkja og geta nálgast fyrir skristofuvörur og allt smálegt sem gengur að endurnýta. Dæmi um slíkar vörur eru pennar, umslög, límmiðar.
Við endurnýtum umbúðir s.s. innkaupapoka, kassa og annað sem fellur til við innkaup og notkun á vörum
Við höfum kynnt okkur Eco-printing stillingar til að lágmarka notkun á prentsvertu og hvetjum starfsfólk til að nýta sér þær.
Viðburðir og fundir
Á viðburðum forðumst við að dreifa smávöru (gefins) eða prentgögnum. Það er gert eingöngu ef nauðsyn krefur.
Við höfum aðgang að fjarfundabúnaði og hvatt er til fjarfunda þegar við á.
Starfsmenn nota vistvæna ferðamáta á viðburði eins og kostur er (t.d. hjól, hlaupahjól, samakstur).
Við bjóðum upp á máltíðir og snarl í umhverfisvænum umbúðum.
Gestir hafa aðgang að ílátum undir flokkaðan úrgang, að lágmarki fyrir pappír, plast og skilagjaldsumbúðir, á öllum viðburðum og útisamkomum á okkar vegum.
Á öllum fundum og viðburðum á vegum vinnustaðarins eru ekki notuð einnota smábréf undir t.d. vökva, salt, sykur, sósur o.fl. eftir því sem við verður komið.
Samgöngur
Starfsfólk okkar hefur aðgang að rafhjóli, hlaupahjólum eða öðrum vistvænum ferðamáta fyrir styttri vinnutengdar ferðir eða persónuleg erindi á vinnutíma.
Við höfum aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi starfsfólk til að hengja af sér blautan fatnað.
Við óskum ávallt eftir vistvænum leigubíl (raf- eða metan) þegar leigubíll er pantaður.
Við bjóðum starfsfólki upp á yfirbyggða geymslu fyrir hjól.
Við höfum fundað með starfsmönnum um framgang verkefnisins og safnað saman ábendingum um hvað megi betur fara í umhverfismálum á vinnustaðnum. Ábendingar hafa verið lagðar fram fyrir stjórnendur.