Við sendum áminningu í tölvupósti til allra starfsmanna fyrir stórhátíðir og í upphafi orlofstíma um hvernig hægt er að spara rafmagn og hita þegar gengið er frá fyrir frí.
Á viðburðum innandyra bjóðum við nær eingöngu upp á umbúðalausar veitingar, eða höldum umbúðum í lágmarki og höfum þær umhverfisvænar.
Við leggjum áherslu á fjölbreytt val veitinga úr plönturíkinu á fundum og viðburðum.
Samgöngur
Starfsmenn samnýta ferðir á fundi, til dæmis með vistvænum leigubíl.
Við endurnýjun vinnubíla, eða fyrstu kaup, er keyptur rafbíll eða metanbíll.
Tenging fyrir rafbíla er við vinnustaðinn.
Við höfum tryggt að allt starfsfólk fái leiðbeiningar eða tilsögn í notkun rafhjóla, rafhlaupahjóla eða rafbíla og nýti sér þá kosti sem í boði eru.
Eldhús og kaffistofur
Við höfum innleitt minnst eina aðgerð til að draga úr matarsóun (t.d. skráning í mat, hvatning til starfsmanna, fræðsla, minni skammta, breyta úrvali matvæla, leyfa fólki að taka afganga heim).
Í mötuneytum og kaffistofum eru upplýsingar til starfsmanna og gesta um að draga úr matarsóun (tilkynningar, áminningarlímmiðar, eða ísskápsseglar með upplýsingum).
Innkaup
Við kaupum ekki vörur sem innihalda plastagnir / örplast.
Umslög og annað bréfsefni sem við notum er umhverfismerkt.
Við kaup á ræstiþjónustu er valinn þjónustuaðili sem hefur umhverfisvottun.
Við höfum dregið úr notkun einnota rafhlaðna og notum hleðslurafhlöður þar sem því verður komið við.
Starfsfólk okkar hefur fengið fræðslu um umhverfismál, hvernig megi draga úr orkunotkun, flokka úrgang og nýta vistvænni samgöngumáta.
Við höfum látið húseiganda eða rekstrarfélag skriflega vita af umhverfisstarfi okkar og óskað eftir samstarfi um úrbætur í umhverfismálum t.d. aðstöðu fyrir flokkun úrgangs, aðstöðu fyrir hjól eða tengi fyrir rafbíla. Einnig höfum við látið nágranna sem deila með okkur húsnæði vita af þátttöku okkar í Grænum skrefum.
Við höfum fundað með starfsmönnum um framgang verkefnisins og safnað saman ábendingum um hvað megi betur fara í umhverfismálum á vinnustaðnum. Ábendingar hafa verið lagðar fram fyrir stjórnendur.