Gátlisti_skref 4

Rafmagn og húshitun

 1. Þar sem viðvera er lítil, svo sem á snyrtingum og í geymslum eru hreyfiskynjarar í stað rofa. Þar sem ekki er hægt að setja upp slíka hreyfiskynjara eru áminningarmiðar um að slökkva ljósin.

Flokkun og minni sóun

 1. Á snyrtingum er notaður endurunninn, umhverfisvottaður pappír til handþurrkunar.
 2. Við endurnýjun húsgagna eða annarra heillegra hluta reynum við að koma þeim í endurnýtingu með því að auglýsa og stuðlum þannig að eflingu hringrásarhagkerfis.
 3. Við höfum gert greiningu á því hvar helst er hægt að draga úr myndun úrgangs og unnið minnst eina aðgerð til að bregðast við því.

Viðburðir og fundir

 1. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi við skipulagningu viðburða og fylgjum gátlista í handbók um vistvænni viðburði.
 2. Á viðburðum á okkar vegum bjóðum við upp á lífrænt ræktað og/eða siðgæðisvottað (Fair trade) kaffi og te.
 3. Ef veitingar frá viðburðum verða afgangs er leitað leiða til að forða þeim frá því að enda sem úrgangur, til dæmis með því að gefa hjálparsamtökum eða bjóða starfsfólki að taka með sér heim.

Samgöngur

 1. Meirihluti bíla vinnustaðarins gengur fyrir vistvænum orkugjafa.
 2. Við vöktum árlega notkun okkar á jarðefnaeldsneyti og setjum okkur markmið um að draga úr notkuninni. Einnig er hægt að kolefnisjafna hjá Kolvið eða Votlendissjóði.
 3. Við höfum vakið athygli á vistvænum samgöngumátum við okkar viðskiptavini, skjólstæðinga, gesti og aðra sem tengjast okkar starfsemi (t.d. með því að setja fram upplýsingar um hjóla- eða strætóleiðir á vef, í tölvupóst eða upplýsingatöflu).

Eldhús og kaffistofur

 1. Við höfum dregið úr plastnotkun með því að sleppa pokum í flokkunarílátum þar sem það er hægt, til dæmis undir hreinan pappír eða hreint plast.
 2. Á þeim vinnustöðum þar sem eldað er á staðnum er allri notaðri olíu og fitu safnað í ílát og skilað til endurvinnslu.

Innkaup

 1. Við kaup á utanaðkomandi þjónustu veljum við aðila sem hafa virka umhverfisstefnu og/eða vottað umhverfisstjórnunarkerfi.
 2. Við innkaup á skrifstofumunum veljum við húsgögn / málningu / efnivið o.þ.h. án rokgjarnra efna (VOC) og tryggjum að þau mengi andrúmsloftið lítið eða ekkert við uppsetningu og notkun.
 3. Við leitumst við að kaupa ekki vörur sem innihalda pálmaolíu og veljum aðrar vörur í staðinn.

Miðlun og stjórnun

 1. Við höfum vakið athygli útávið á þeim árangri sem við höfum náð í vistvænni starfsemi og þannig hvatt aðra til góðra verka.
 2. Vinnustaðurinn færir grænt bókhald og skilar inn til graenskref@reykjavik.is árlega hér eftir.
 3. Vinnustaðurinn hefur kynnt helstu niðurstöður úr grænu bókhaldi fyrir starfsfólki og sett sér markmið til að draga úr útblæstri, sóun eða aðrar úrbætur.
 4. Við tökum þátt í einhverju umhverfisverkefni umfram það sem Grænu skrefin segja til um (t.d. Samgönguviku, Nýtniviku, strandhreinsun, plokki o.fl.)

Umhverfis- og skipulagssvið
Borgartúni 12
-14
Hafið samband