Fréttir og umfjöllun um Grænu skrefin

Desember 2021

Jólakveðjan 2021

Febrúar 2021

Við bjuggum til myndband með stuttum upplýsingum um verkefnið og skráningarferlið.

Desember 2020

Jólakveðjan 2020

Júní 2020

Grænu skrefin gegna mikilvægu hlutverki í að gera rekstur borgarinnar vistvænni í nýrri enduruppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar, Græna planinu.

Maí 2020

Við fengum umfjöllun um okkur í Góðum fréttum úr borginni. Hér útskýrir Hildur verkefnisstjóri út á hvað þetta verkefni gengur.

Maí 2020.

Við bjuggum til kynningarmyndband til þess að upplýsa starfsfólk um nýtt útlit Grænu skrefanna, nýja heimasíðu og allt annað sem er í gangi hjá okkur.

Fréttabréf Grænna skrefa

Október 2022 – b

Fréttabréf nr. 19. Það komu út tvö fréttabréf í sama mánuðinum. Í þessu er umfjöllun um sóun; komandi Nýtniviku og áminning um nýja límmiða.

Október 2022

Fréttabréf nr. 18. Lifum betur umhverfissýning; ný fróðleiksplaköt; tveir vinnustaðir náðu fjórða skrefi

September 2022

Fréttabréf nr. 17. Umfjöllun um Samgönguviku og Dag íslenskrar náttúru, nýir þátttakendur og afhending viðurkenninga, ábendingar um flokkun og upplýsingar um nýtt fræðsluefni.

Júní 2022

Fréttabréf nr. 16. Áminning um nýja vinnuskjalið, nýir þátttakendur og afhending viðurkenninga, ýmislegt til minnis og ábendingar um gott sjónvarpsefni.

Apríl 2022

Fréttabréf nr. 15. Hér eru tvær aðalumfjallanir, önnur um breytingarnar á aðgerðalista grænu skrefanna og hin um Hjólað í vinnuna átakið.

Mars 2022

Nýtt ár – fréttabréf nr. 14. Helsta fréttin er endurnýjun aðgerða Grænna skrefa, svo eru ábendingar á fróðlegt efni í fjölmiðlum og fyrirlestur um nagladekk og umfjöllun um söfnun olíu og fitu.

Janúar 2022

Nýtt ár – fréttabréf nr. 13. Áframhaldandi umfjöllun um Hringrásarhagkerfið, afmælisráðstefna grænfánans, staða grænna skrefa um áramót og græn nýársheit.

Desember 2021

Jólafréttabréfið. Í þessu fréttabréfi er jólaþema og umfjöllun um Hringrásarhagkerfið.

Nóvember 2021

Fréttabréf nr. 11. Hér er umfjöllun um fjölgun þátttakenda í Grænu skrefunum, afmælið sem var í október og evrópsku nýtnivikuna.

Október 2021

Fréttabréf nr. 10. Hér er umfjöllun um Plastlausan september, umbúðasóun og nagladekk.

September 2021

Fréttabréf nr. 9. Hér er umfjöllun um Samgönguviku, Plastlausan september, umhverfisvæn hreinsiefni o.fl.

Júní 2021

Fréttabréf nr. 8. Hér er umfjöllun um matarsóun, kolefnisspor matar, lífrænar umbúðir og eco-font meðal annars.

Apríl 2021

Fréttabréf nr. 7. Hér er umfjöllun um plokk, vistvæn innkaup, græna viðburði og nýir þátttakendur taldir upp.

 

Febrúar 2021

Fréttabréf nr. 6. Hér er umfjöllun um rafhlaupahjól, loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar, áhugaverða sjónvarps- og útvarpsþætti og þá fræðslu sem er í boði.   

Janúar 2021

Fimmta fréttabréfið birtist á nýju ári. Í því var umfjöllun um endurvinnslumál og þá fræðslu sem er í boði og nýju kynningarglærurnar sem eru opnar öllum og eru einmitt hér á heimasíðunni í dálkinum “Um verkefnið”.

Nóvember 2020

Fyrstu þrjú fréttabréf Grænu skrefanna voru PDF skjöl sem send voru þátttakendum í tölvupósti. En svo var ákveðið að það væri mun skemmtilegra og flottara að hafa fréttabréfin rafræn fyrst að sá möguleiki væri til staðar. Það fjórða kom út í nóvember og það var jafnframt fyrsta rafræna fréttabréfið.

   

Umhverfis- og skipulagssvið
Borgartúni 12
-14
Hafið samband