Innkaup

Innkaup

Skref 1

 • Við íhugum vel þörfina áður en við kaupum inn t.d. hvort nýta megi betur, samnýta, fresta innkaupum eða gera við.
 • Við skiptum einungis við umhverfisvottaðar prentsmiðjur samkvæmt rammasamningi Reykjavíkurborgar.
 • Við kaupum einungis umhverfisvottaðan prentpappír samkvæmt rammasamningum Reykjavíkurborgar og þykkt pappírs sem við notum til prentunar og ljósritunar er 80 g/m2 eða minni.
 • Við kaupum raftæki sem eru í A-flokki orkumerkinga skv. orkuflokkum Evrópusambandsins.
 • Við kaupum einungis hreinlætis- og ræstivörur sem eru umhverfisvottaðar (bera umhverfismerki).
 • Við kaup á efnavöru (s.s. málningu, lím, lakk og annan efnivið) forðumst við að velja efni sem eru hættuleg umhverfinu.
 • Allir innkaupaaðilar á vinnustaðnum hafa kynnt sér vistvæn innkaup og nýtt upplýsingar af vef um Vistvæn innkaup ríkisins þar með talið gátlista um umhverfisvænni kosti fyrir smærri innkaup.

Skref 2

 • Vinnustaðurinn hefur gert þarfagreiningu fyrir innkaup. Sjá má leiðbeiningar á heimasíðu Grænna skrefa.
 • Við biðjum birgja um upplýsingar um vistvæna valkosti og upplýsum þá um nauðsynleg gagnaskil vinnustaðarins fyrir grænt bókhald. (Upplýsingar um grænt bókhald eru í Miðlun og Stjórnun hér að neðan).
 • Vinnustaðurinn kaupir inn samkvæmt innkaupareglum Reykjavíkurborgar en hefur ávallt í huga umhverfisáhrif vöru og setur umhverfisskilyrði til birgja eftir högum.
 • Við kaupum einungis umhverfisvottaðar hreinlætis- og ræstivörur.
 • Þegar keypt eru skrifstofuhúsgögn eða önnur húsgögn könnum við hvort til séu notuð húsgögn áður en keypt eru ný.
 • Við lágmörkum innkaup á smápappír eins og minnismiðum, stílabókum, skilaboðamiðum o.fl.
 • Við innkaup á matvælum hugum við að því að lágmarka matarsóun, höfum í huga áhrif flutnings matvælanna á umhverfið og leitum leiða til að fækka umbúðum.

Skref 3

 • Við kaupum ekki vörur sem innihalda plastagnir / örplast.
 • Við kaupum ekki post-it minnismiða og notum pappír sem fellur til á vinnustaðnum í staðinn.
 • Umslög og annað bréfsefni sem við notum er umhverfismerkt.
 • Við kaup á ræstiþjónustu er valinn þjónustuaðili sem hefur umhverfisvottun.
 • Við notum hleðslurafhlöður í stað einnota rafhlaðna.
 • Við fylgjumst árlega með efnanotkun og erum með áætlun um að minnka notkun hættulegra efna.
 • Þegar unnið er að verðfyrirspurnum skal hafa umhverfisviðmið í fyrirspurnargögnum í samráði við innkaupaskrifstofu.

Skref 4

 • Við kaup á utanaðkomandi þjónustu veljum við aðila sem hafa virka umhverfisstefnu og / eða umhverfisstjórnunarkerfi.
 • Við kaupum umhverfisvottuð raftæki eða raftæki með hæstu einkunn í orkunýtingu sem í boði er hverju sinni (A+++ eða álíka).
 • Við kaupum prenthylki og tónera einungis frá seljendum með umhverfisábyrgð og endurvinnslumöguleika
Umhverfismerkin eru mörg, þetta er aðeins eitt þeirra. Meiri upplýsingar um umhverfismerkin má sjá undir Ítarefni.

Click here to add your own text

Click here to add your own text

Umhverfis- og skipulagssvið
Borgartúni 12
-14
Hafið samband