Við höfum skipað umhverfisteymi sem sér til þess að aðgerðir Grænna skrefa nái fram að ganga og svo tengilið sem sér um samskipti við verkefnisstjórn Grænna skrefa.
Við höfum kynnt Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar, heimasíðu Grænna skrefa og þátttöku vinnustaðarins fyrir öllu starfsfólki.
Starfsmenn okkar eru hvattir til að líka við síðu Grænna skrefa á Facebook og á Workplace, sem er einnig umræðuvettvangur.
Við höfum fundað með starfsmönnum um framgang verkefnisins og safnað saman ábendingum um hvað megi betur fara í umhverfismálum á vinnustaðnum. Stjórnendur hafa verið upplýstir um ábendingar.
Við höfum sett upp áminningarlímmiða sem tengjast aðgerðunum í skrefi 1 (límmiðar sem í boði eru sjást á heimasíðu Grænna skrefa)
Skref 2
Vinnustaðurinn skilar inn grænu bókhaldi samhliða umsókn um viðurkenningu fyrir Græn skref 2. Skil eiga sér síðan stað á graenskref@reykjavik.is fyrir 1. mars ár hvert.
Við höfum fundað með starfsmönnum um framgang verkefnisins, stöðu græns bókhalds og safnað saman ábendingum um hvað megi betur fara í umhverfismálum á vinnustaðnum. Ábendingar hafa verið lagðar fram fyrir stjórnendafund vinnustaðarins.
Vinnustaðurinn hefur sett sér markmið í grænu bókhaldi um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna og úrgangs í samræmi við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar.
Skref 3
Starfsfólk okkar hefur fengið fræðslu um umhverfismál um hvernig megi draga úr orkunotkun, flokka úrgang og nýta almenningssamgöngur.
Vinnustaðurinn færir grænt bókhald og skilar fyrir 1. mars ár hvert og hefur sett sér markmið í flokkunum úrgangur, pappír og raforku/hitanotkun.
Við höfum fundað með starfsmönnum um framgang verkefnisins, stöðu græns bókhalds og safnað saman ábendingum um hvað megi betur fara í umhverfismálum á vinnustaðnum. Ábendingar hafa verið lagðar fram fyrir stjórnendafund vinnustaðarins.
Við kynnum grænt bókhald okkar og aðgerðir opinberlega árlega, t.d. í ársskýrslu, á vef okkar eða með einhverjum öðrum hætti.
Skref 4
Við höfum vakið athygli á þeim árangri sem við höfum náð í vistvænni starfsemi og þannig hvatt aðra til góðra verka.
Við höfum fundað með starfsmönnum um framgang verkefnisins, stöðu græns bókhalds og safnað saman ábendingum um hvað megi betur fara í umhverfismálum á vinnustaðnum. Ábendingar hafa verið lagðar fram fyrir stjórnendafund vinnustaðarins.
Við höfum sett á fót að minnsta kosti eitt umhverfisverkefni umfram það sem Grænu skrefin segja til um.
Vinnustaðurinn færir grænt bókhald og skilar fyrir 1. mars ár hvert. Við höfum metið gagnsemi og framkvæmd græns bókhalds vinnustaðarins, skoðað tækifæri til úrbóta og sett okkur markmið í a.m.k. 4 flokkum.