Samgöngur

Samgöngur

Skref 1

  • Fyrir utan vinnustaðinn eru hjólastæði fyrir starfsmenn og gesti.
  • Bílar á vegum vinnustaðarins eru ekki á nagladekkjum nema brýna nauðsyn beri til.
  • Starfsfólk okkar á auðvelt með að nálgast strætómiða á vinnustaðnum vegna vinnutengdra ferða.
  • Við höfum hvatt starfsfólk okkar til að nýta sér umhverfisvænni ferðamáta til og frá vinnu með því að kynna/bjóða upp á samgöngusamninga þegar fólk hefur störf.
  • Vinnustaðurinn tekur þátt í átakinu Hjólað í vinnuna.

Skref 2

  • Starfsfólk okkar hefur aðgang að hjólum vegna styttri vinnutengdra ferða og persónulegra erinda.
  • Við höfum aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi starfsfólk til að hengja af sér blautan fatnað.
  • Við óskum ávallt eftir visthæfum bílaleigu- eða rekstrarleigubílum, samkvæmt þessum skilgreiningum um visthæfa bíla. Gerður verði samningur við rekstraraðila þar sem það er hægt.
  • Við óskum ávallt eftir visthæfum leigubílum.

Skref 3

  • Við höfum hvatt starfsfólk okkar til að nýta sér samakstur í og úr vinnu.
  • Starfsfólk okkar hefur aðgang að rafhjóli, rafskútum (hlaupahjólum) eða öðrum vistvænum ferðamáta fyrir styttri vinnutengdar ferðir og persónuleg erindi.
  • Starfsmenn samnýta ferðir á fundi, til dæmis með vistvænum leigubíl.
  • Starfsfólk okkar hefur fengið kennslu eða leiðsögn í notkun rafbíls, rafhjóls og rafhlaupahjóls.

Skref 4

  • Bílar vinnustaðarins notast eingöngu við rafmagn, metan eða vetni sem eldsneytisgjafa.
  • Við vöktum árlega notkun á jarðefnaeldsneyti og setjum okkur áframhaldandi markmið um að draga úr notkuninni, og þ.a.l. losun koltvísýrings í andrúmsloftið.
  • Við höfum vakið athygli á vistvænum samgöngumátum við okkar viðskiptavini, skjólstæðinga, gesti og aðra sem tengjast okkar starfssemi.
  • Tenging fyrir rafbíla er við vinnustaðinn.
Svona rafhlaupahjól er sniðugt að nýta í styttri ferðir.
Rafhjól eru orðinn raunhæfur kostur sem vistvænn samgöngumáti.

Click here to add your own text

Umhverfis- og skipulagssvið
Borgartúni 12
-14
Hafið samband