Viðburðir og fundir

Skref 1

  • Við bjóðum upp á kranavatn en ekki vatn í einnota drykkjarumbúðum.
  • Í kynningarefni um fundi eða viðburði á okkar vegum hvetjum við þátttakendur til að huga að umhverfinu og nýta sér vistvæna ferðamáta til og frá viðburðum.
  • Við kaupum ekki einnota drykkjarmál og borðbúnað, ef ekki er komist hjá því eru notaðar umhverfismerktar vörur (t.d. pappamál). Bent er á borðbúnaðarleigu fyrir stærri viðburði.
  • Á öllum viðburðum og fundum er úrgangsflokkun á staðnum, að lágmarki 3 flokkar (pappír, plast og drykkjarumbúðir með skilagjaldi).

Skref 2

  • Á viðburðum tryggjum við að gögnum og vörum sé eingöngu dreift ef nauðsyn krefur.
  • Við höfum aðgang að fjarfundabúnaði, starfsmenn kunna á hann og nota þegar hægt er.
  • Starfsmenn nota vistvæna ferðamáta á viðburði eins og kostur er (t.d. hjól, samakstur og rútuferðir).
  • Við bjóðum upp á máltíðir og snarl í umhverfisvænum umbúðum.
  • Gestir hafa aðgang að ílátum undir flokkaðan úrgang, að lágmarki fyrir pappír, plast og skilagjaldsumbúðir, á öllum viðburðum og útisamkomum á okkar vegum. Ílátin skulu vera vel merkt.
  • Á öllum fundum og viðburðum á vegum vinnustaðarins eru ekki notuð einnota smábréf undir t.d. vökva, salt, sykur, sósur o.fl. eftir því sem við verður komið.

Skref 3

  • Til að koma í veg fyrir myndun úrgangs á fundum og viðburðum á okkar vegum notum við margnota ílát undir t.d. vatn, salt, sykur og mjólk og veljum vörur í stærri einingum.
  • Á viðburðum innandyra er eingöngu boðið upp á umbúðalausar veitingar og servíettur úr endurunnum pappír.
  • Við höfum aðgang að fjarfundarbúnaði og notum hann þegar mögulegt er.
  • Þegar boðið er upp á mat er einnig boðið upp á vegan möguleika.

Skref 4

  • Við takmörkum orkunotkun á viðburðum á okkar vegum s.s. með notkun á orkusparandi lýsingu.
  • Ef boðið er upp á veitingar á viðburðum okkar, bjóðum við að minnsta kosti tvenns konar lífrænt ræktaðar og/eða siðgæðisvottaðar (Fair Trade) vörur.  Upplýst er um hvaða vörur eru vottaðar.
  • Á viðburðum okkar og fundum bjóðum við upp á umbúðalausar eða mjög umbúðalitlar veitingar.
  • Ef veitingar frá viðburðum verða afgangs er leitað leiða til að forða þeim frá því að enda sem úrgangur, til dæmis með því að gefa hjálparsamtökum eða bjóða starfsmönnum að taka með sér heim.

Hér er dæmi um plastlausar og umbúðalausar veitingar.

Umhverfis- og skipulagssvið
Borgartúni 12
-14
Hafið samband